Nú er ég hneyksluð!

Voru það tæknileg mistök konunnar að öskra ekki? Og maðurinn, hann er sýknaður þótt sannað sé að um nauðgun er að ræða? Eru lögin okkar ónýt eða hvað er eiginlega á seyði í þessu landi? 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá þetta og er algjörlega sammála þér. Hvernig er hægt í svona málum að sýkna þegar sekt er sönnuð?

Stebbi Nóna (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Elín Arnar

Það er löngu ljóst að lögin eru rotin þegar kemur að nauðgunarmálum. Og ekki má breyta þeim hratt því það gæti komið illa við fyrri dæmda afbrotamenn. Þeir virðast skipta meira máli en fórnarlömbin. 

Elín Arnar, 5.7.2007 kl. 22:38

3 identicon

Þetta er hræðilegt. Ég var einmitt að lesa þetta og ég á hreinlega ekki orð yfir fáránleikanum.

Linda (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég hef haft konu í meðferð vegna kvíðaraskanna ("post traumatic stress") eftir nauðgun þar sem alls engu líkamlegu ofbeldi var beitt. Þessi kona hafði sem barn verið fórnarlamb líkamlegs ofbeldis þar sem eldri karlmaður barði hana reglulega (ekki þó kynferðislega) svo hún verður eins og lömuð af hræðslu þegar hótun um ofbeldi liggur í loftinu. Í umræddri nauðgun hafði maðurinn hótað henni ef hún léti ekki að vilja hans.

Þetta er alþekkt sálfræðilegt fyrirbæri og í raun merkilegt að dómarar séu ekki meðvitaðir um það. Andlegt ofbeldi er ekki síður alvarlegt og skemmandi en það líkamlega en einhverra hluta vegna er því sópað undir teppið.

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 21:42

5 identicon

Ég tek svo sannarlega undir með ykkur...það er greinilegt að lögin segja það að nauðgun sé ekki alltaf nauðgun...fáránlegt!!!

Þráinn (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband