Dýrðleg tíð í dapurlegu umhverfi

Mikið er skrítið að búa á Íslandi þegar veðrið hagar sér eins og það hefur gert undanfarna daga. Ég kann varla á að vera að vinna í svona blíðu, venjulega er ég í fríi í útlöndum þegar svoleiðis er og get sest í skuggann og fengið mér svaladrykk í tíma og ótíma á rölti mínu um ókunnar slóðir. En hér heima er ég lokuð inni í hitasvækju lungann úr deginum eða að erindast um borgina á bílnum sem er eins og bakarofn í sólinni. En þetta er auðvitað dásamlegt!

Það væri þó enn dásamlegra ef ég gæti fengið að njóta þess að spóka mig í garðinum mínum eða á svölunum þegar heim er komið. En það veitir mér enga ánægju að vera þar í ryki og hávaða frá byggingaframkvæmdunum í "holunni" andspænis húsinu mínu við Höfðatúnið. Bara tilhugsunin um að þessar jarðvegsframkvæmdir skuli eiga að taka næstu 3 árin koma mér næstum til að gráta. Ég gæti verið dauð þegar þessu lýkur og hvar er þá gróðinn af því að "eiga eign á besta stað í bænum"?

Ég verð alltaf svo fjúkandi reið þegar ég leyfi mér að hugsa um þetta svo það er best að stoppa, núna.

Njótið dagsins!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Vilborg mín!

Það er margt sem við verðum að sætta okkur við.

Það sem við getum ekki haft áhrif á er eitthvað sem við verðum að sætta okkur við annars eyðum við svo mikilli orku í óþarfa. Þú gætir dáið innan 3 ára en líkurnar á að þú lifir næstu 5 árin eru samt 95% (ef þú ert ekki með einhvern bráðdrepandi sjúkdóm sem ég veit ekki um?).

Hvað um það, ég sá að þú ert með tengil inná Fylgifiska á síðunni þinni. Yngri sonur minn hann Muni var að hefja þar störf fyrir 3 dögum. Hann ætlar í kokka-menntaskóla í Svíþjóð og byrjar þar í ágúst:

Kveðja úr löndum Ynglinga!

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.7.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ásgeir minn, takk fyrir uppörvandi ummæli. Ég held líka að ég eigi eftir að lifa næstu 5 ár, ef ég tryði því ekki þá hefði ég sko ekki nennt að hætta að reykja um daginn En venjulega reyni ég að horfa í hina áttina þegar ég kem heim og gleyma því að ég eigi garð og svalir. Það er líklega þetta góða veður sem ýfir upp í mér pirringinn.

Fylgifiskar er dásamleg búð og Svenni er ótrúlega góður kokkur. Ég vona að vel fari um strákinn þinn hjá þeim á Suðurlandsbrautinni, hann fær alla vega fínt start fyrir kokkaskólann. Til lukku með að fá hann til Svíþjóðar.

Vilborg Valgarðsdóttir, 5.7.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Vá!

Til hamingju með að vera hætt að reykja!

Ef þú átt einhvertíma í erfiðleikum með að halda út máttu alltaf leita til mín um stuðning, ég kann eitt og annað í þessum fræðum:

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.7.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Takk fyrir það. Mig langar reyndar ekkert að reykja (4 mánuðir frá því að ég hætti) en er að berjast við alls konar afleiðingar, eins og t.d. þyngdaraukningu, slen, magasár og asma sem ekki hvarf eins og ég hafði vonað. En þetta verður allt að hafa sinn tíma er mér sagt.

Það er gott að eiga þig að

Vilborg Valgarðsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband