Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Takk Hrefna frænka mín
fyrir að muna eftir mér. Hér var bara stuð í dag í þessu dásamlega veðri, ég komin í sumarfrí og allt! Ég hlakka líka til að hitta þig og frænkurnar okkar á Blönduósi, það verður örugglega mjööööög gaman.
Vilborg Valgarðsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. júlí 2008
Til hamingju með daginn
Til hamingju með afmælið Vibba mín. Vonandi áttu góðan dag með þeim sem þér þykir vænt um. Hlakka til að hitta ykkkur frænkur mínar á Bl. í haust. Bestu kveðjur úr sveitinni Þín frænka Hrefna Tolla
Hrefna Þorvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. júlí 2008
Til hamingju með reykleysið.
Til hamingju með reykleysið Vibba mín. Þetta var frábært framtak hjá þér að hætt að reykja. Eigum örugglega eftir að eiga marga góða daga á Elló svona reyklausar enda hefði blöðrubólgan bættst við eftir að allir þurfa að reykja utan dyra. Er ekki annars allt gott? Hef samband næst þegar ég er í bænum öðruvísi en í mýflugumynd og svo ert þú auðvitað velkomin í vetrarfrí. Hefur þú heyrt eitthvað meira um frænkuhittinginn? Gaman að sjá kveðjuna frá Mæju. Kveðja til þinna. Þín frænka Hrefna Tolla
Hrefna Þorvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Kveðja fá "gamalli" skólasystur frá Blönduósi.
Mátti til með að kvitta fyrir - rakst inn á síðuna þína - það yljaði mér um hjartarætur og rifjaði upp gamlar minningar þegar ég las vísuna - heyrði Tolla fara með hana hér áður fyrr. Hafðu það gott mín kæra. Kveðja, Maja Guðmunds. Húnabrautinni Blönduósi (núna í menningarbænum á Akureyri)
María Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 8. nóv. 2007
Kveðja frá mömmu
Elsku Vibba mín! gott að heyra frá þér Eg er að fara heim í dag. Búin að vera 10 daga í dýrðinni hér,og mikið gaman.Guð geymi þig elskan. Mamma.
Mamma (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. júlí 2007
kveðja frá Islandi
Sæl Vibba mín , það er gott að heyra frá þér í gegnum bloggið þar sem símin virkar ekki, hafður það sem allra best kveðja Anna V. litla sys
Anna (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. júlí 2007
Afmæliskveðja
Hæ Vibba mín og til hamingju með daginn. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga afmæli á flottasta degi ársins. Vona að þú njótir dagsins þrátt fyrir óþægindin af framkvæmdunum í grendinni. Þú átt alla mína samúð í þessum óþolandi óþægindum. En mikið get ég samglaðst þér yfir hvað þetta gengur vel hjá þér að vera reyklauls. Stattu þig stelpa. Bestu kveðjur til vina og vandamanna. Þín frænka Hrefna Tolla
Hrefna Þorvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. júlí 2007
Stolt
Hæ Vilborg, Vildi bara þakka þér fyrir hönd Bjössi vegna hamingjuóska sem voru á blogg síðu Kidda og Kristrúnar. Ég er afar stolt af honum og hann er að sjálfsögðu líka mjög glaður. Eini gallinn við þetta er að hann skipti um nám svo hann getur ekki nýtt sér að láta skólagjöldin falla niður sem fylgir þessum heiðri. Jæja kannski í spænskunni. Hafðu það gott á þjóðhátíðardaginn. Kveðja Guðrún
Guðrún F.Heiðarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. júní 2007
Takk fyrir hrósið
Sæl mín kæra, takk fyrir hrósið um myndina... var eitthvað að prófa að setja inn myndir, veit ekki hvort ég held því, kannski dáldið egósentrískt hér í bloggheimum... en bestu þakkir. Er ekki allt gott að frétta af þér??? Bestu kv Ása R
Ása Richardsdóttir, mið. 30. maí 2007
Til Jónínu
Elsku vinkona, mikid er gaman ad hitta til í bloggheimum. Myndi samt gjarnan vilja hitta tig í raunheimum vid taekifaeri!
Vilborg Valgarðsdóttir, lau. 26. maí 2007
Kveðja frá gömlum Blönduósingi
Hæ Vibba. Ég rakst á síðuna þína fyrir tilviljum. Vildi bara kvitta fyrir. Þetta eru skemmtilegar færslur hjá þér og mun ég fylgjast með þér áfram. Gangi þér vel í reykbindindinu og í framtíðinni. Kveðja Jónína.
Jónína Jósafatsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. maí 2007
Sæl Halla,
jú, ég man vel eftir þér, takk fyrir innlitið. Það væri gaman að rifja upp gamla tíma - einhvern tímann. Ég byrja á að kíkja á heimasíðuna þína.
Vilborg Valgarðsdóttir, þri. 15. maí 2007
Gaman að lesa.....
Sæl Vibba. Ekki veit ég hvort þú manst eftir mér, einhversstaðar hnaut ég um bloggið þitt og las mér til skemmtunar.Gaman væri að heyra einhverntíman í þér ... eða frá þér, kveðja að norðan, Halla Jökulsd. www.efrimyrar.is/halla
Halla Jökulsd. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. maí 2007
Takk fyrir innlitið
Mikið finnst mér gaman þegar fólk skrifar kveðjur hér í gestabókina á þessu bloggi mínu, þakka ykkur öllum innilega fyrir fallegu orðin og hvatningarnar. Hrefna mín Tolla, ég hefði verið til í að koma með þér á Jörund, það er alltaf einhver taug ... Hrefna mín Hjálmars, hvenær er frétta að vænta af frænkukvöldinu? Hlakka mikið til ef af verður.
Vilborg Valgarðsdóttir, mán. 30. apr. 2007
Frænkukveðja
Sæl Vibba mín! Mér varð mikið hugsað til þín í gærkvöldi en þá fórum við inn á Hólmavík en Leikfélag Hólmavíkur er að sína leikritið "Þið munið hann Jörund,, sem var hin besta skemmtun. Siggi Atla fór með hlutverk Charlie Brown og gerði það mjög skemmtilega (ekki skemmdi fyrir hvað hann er frábæri í að bjarga sér á textanaum ef gleymska gerir vart við sig). Síðast sáum við þetta verk á Blönduósi og ég verð að segja að söngurinn þinn var mikið betri en sá sem ég heyrði í gær en það var heldur ekki við því að búast þú varst svo asskoti góð í þessu leikriti. Vonansi ferðu að fá bata á þeim kvillum sem eru að hrella þig. Frábært hvað þú stendur þig vel í að reykja EKKI. Ég er mjög stolt af þér. Gaman að sjá þær mæðgur frænkur okkar hér á gestalistanum. Bið að heilsa þeim og öðrum sem ég þekki hér. Baráttu kveðjur, stattu þig stelpa. Þín frænka Hrefna Tolla
Hrefna Þorvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. apr. 2007
Gaman Gaman
Frábært, að fá fylgjast svona með hugrenningum þínum úr launsátri! Hefði sko viljað vita þetta fyrr, kæri nýji bloggvinur og gamla vinkona. ástarkveðja
Viðar Eggertsson, fim. 26. apr. 2007
Hrefna Hjálmarsdóttir
Sæl Vilborg mín. Til lukku með að vera hætt að reykja og takk fyrir góðar kveðjur. Vegir bloggsins eru órannsakanlegir- eða hvað. Við Sigga Halldórs og Ása erum farnar að ræða frænkukvöld. Málið er komið í sjálfskipaða nefnd. Kveðjur Hrefna Hjálmarsdóttir
Hrefna Hjálmarsdóttir (Óskráður), lau. 31. mars 2007
Kveðja frá Danaveldi
Elsku mamma, Frábært að fá að fylgjast með þér næstum í beinni ;-) Mikið er ég stolt af því að vera dóttir þín. knúsur Hrönn
Hrönn Kold Sigurðardóttir (Óskráður), mán. 19. mars 2007
Hrefna frænka
Sæl Vibba mín! Ég var að uppgötva að þú ert að blogga. Frábært framtak og enn flottara framtak að ákveða að vera reyklaus í framtíðinni. Það er sko frábær tilfinning þegar maður getur farið út úr dyrunum heima hjá sér án þess að verð fyrst að vera búina að sannfærast um að maður sé örugglega bæði með sígarettur og eldfæri. Gangi þér sem allra, allra best. Hef samband við þig fljótlega. Þín frænka Hrefna Tolla
Hrefna Tolla (Óskráður), lau. 3. mars 2007
Gott mál:)
Ég er alveg ótrúlega stolt af þér - ekki það að ég vissi alveg að þú myndir gera þetta með sama glans og annað í lífinu. Frábært hjá þér :)
Dísa (Óskráður), fös. 2. mars 2007
Velkomin á netið
Ég hef einmitt verið þakklát fyrir tvennt umfram annað, að drekka kaffið mitt svart og reykja ekki! Vona að þú haldir þetta út og notir næstu 12,7 milljónir í annað ...
Berglind Steinsdóttir, mán. 26. feb. 2007
Takk Vélstýra
Þetta var skemmtileg lesning og gott að vita að að fleira fólk en ég bregðast svona við áreitni. Til hamingju með að vera reyklaus!
Vilborg Valgarðsdóttir, lau. 24. feb. 2007