Íslensku tónlistarverðlaunin

Íslenskir tónlistarmenn eru fyndnari í kvöld en oft áður. Páll Óskar fór á kostum þegar hann sagðist hafa orðið 38 ára á sunnudaginn en vera samt ennþá focking drop dead gorgious!

Eiríkur Fjalar sagði að letrið á umslögunum sem hann þurfti að lesa af væri svo smátt að það þyrfti dverg til að lesa það. Hann var áfram fyndinn en þótt það séu bara 6 mín. síðan hann var á skjánum er ég búin að gleyma hvað hann sagði meira fyndið :-)

Felix er líka góður, sérstaklega í upptalningunni á kostum Rúnars Júl. sem hlýtur heiðursverðlaunin í ár. Og af því að ég er að spila Bubbles í tölvunni á meðan ég hlusta á útsendinguna þá varð ég dálítið hissa og svo meira hissa á röddinni í Rúnari, en það voru spiluð svona tóndæmi úr hans bestu/helstu lögum, sem eru ótal mörg, það var ekki fyrr en ég leit á skjáinn og sá að það er eitthvað ókunnugt fólk að spila og syngja að ég skildi ... En sem betur fer kom snillingurinn sjálfur og söng um betri konur og stærri bíla (nema ég sé að snúa þessu við) og þá var mér aftur rótt. Rúnar Júl er bara heiðurstöffari Íslands, það stenst honum enginn snúning, með glænýjar hjartalokur og allt ... Svo toppar hann ræðuna sína með því að gleyma því sem hann ætlar að segja en láta það ekki á sig fá, hann bíður bara þar til minnið kemur aftur - og fer á kostum. Flott hjá Rúnari Júl! 

Ég skil reyndar ekki af hverju útgáfur Bedroom Community fá ekki tilnefningu til neinna verðlauna, allar þeirra plötur/diskar fengu 4 og 5 stjörnur gagnrýnenda árið 2007. Geri bara aðrir betur!

En Páll Óskar var maður kvöldsins og var vel að því kominn. Til hamingju Páll Óskar, Mr. Rich Bitch!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

 Gleðilega páska

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:05

2 identicon

Ég varð fyrir agalegum vonbrigðum fyrir mörgum árum þegar ég uppgötvaði að Palli spilaði í hinu liðinu   Það er eiginlega leytin að öðrum eins söngvara á Íslandi, hann er líka svo ógurlega fjölbreyttur.

Vonandi ertu að hafa góða páksa, mín kæra - et, drekk og ver glöð

Siggadís (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Bara að kvitta fyrir innlitið kæra Vilborg mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband