Gaman hjá mér

Þetta var góð helgi. Ég hef ekki hlegið svona mikið lengi. Við skólasysturnar erum svooooo skemmtilegar þegar við erum saman að það hálfa væri jafnvel nóg. Við erum svo afslappaðar gagnvart hvorri annarri að hvað sem er fær að fjúka. 

Það var enn verið að vinna við sumarbústaðinn þegar við komum á staðinn. Það fyrsta sem ég tók eftir var að skurðgrafa og jarðýta voru að moka og ýta jarðveginum fyrir framan húsið og ég hugsaði; ó nei, ekki vinnuvélar hér líka Crying  En sem betur fer lauk verkinu á ríflega klukkustund, eftir það sáust vélarnar ekki meir. En jarðraskið hafði vakið milljónir af mýflugum til lífsins og þær voru vel vakandi alla helgina, bítandi hvað sem fyrir var. Flestir voru illa bitnir, ég var ein af fáum sem slapp í þetta sinn. Við létum það þó ekki spilla gleðinni.

Takk fyrir samveruna kæru vinir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vilborg mín. Hefur þú þurft að vera sérlega afslöppuð gagnvart fólki í gegn um tíðina til að láta allt fjúka???  Hélt að þú hefðir nú alltaf verið nokkuð blátt áfram elskan!

Það er eitthvað að gerast með okkur. Það er ljóst. Í fyrsta sinn á ævinni er ég ekki verst útleikin eftir bitvarg þegar heim er komið frá útlandinu. Ég fékk held ég tvö-þrjú skitin bit. Halli var hisvegar vel nartaður!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ylfa mín, maður lærir að gæta orða sinna með aldrinum, ég var kannski full blátt áfram við alla hér í den En það er bara svo yndislegt þegar maður er með fólki sem hefur húmor fyrir sjálfu sér og maður treystir 100%. Já, þetta með flugusvínin, fyrir hálfum mánuði var ég eina nótt í Svarfaðardalnum og þá var ég sú eina sem var bitin, 44 manneskjur höfðu verið þarna í 8 daga og engin kvartaði yfir flugum eða flóm! Ég er með ofnæmi fyrir öllum skordýrabitum og þurfti að fara á lyf þegar ég kom heim, það hefur kannski hjálpað núna.

Guðmundur, ef verktakarnir bíta mig þá bít ég þá

Vilborg Valgarðsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband