17.4.2007 | 00:02
RFF fundur
Reyklausa Frábæra Fólkið heldur fundi á mánudagskvöldum. Var á einum slíkum áðan. Við erum alveg ótrúlegt fólk. Njótum þess í botn að hittast og nöldra og kvarta, nöldra og kvarta OG nöldra og kvarta í svona 2 tíma. Förum svo heim og okkur líður öllum miklu betur. Mitt umkvörtunarefni í kvöld var það að mig hefur dreymt í margar nætur í röð að ég sé að reykja, ég finn mig draga reykinn djúpt niður í lungun og finnst það frábærilega gott. Þá kemur annar reyklausi vinur minn og segir mér hvernig hann dílar við þetta, hann lætur sig draga reykinn djúpt niður í lungun ... en verða að stoppa á miðri leið til að hósta ... !!! Og þá datt ég framúr ... eins og segir í laginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 21:54
5 stig á línuna!
Ég er að fylgjast með norræna Evrovisjón-spekulasjóna-þættinum í sjónvarpinu og það er alveg dásamlegt að sjá alla gefa okkur (Eiríki Hauks) fimm stig. Auðvitað er ekki hægt að taka þetta alvarlega með manninn sem einn af dómurunum en þetta er ótrúlega skemmtilegt. Kannski væri hugmynd að einn flytjandi væri alltaf meðal dómara, til skiptis frá þáttökulöndunum?
Ég er búin að lesa nokkrar bækur síðan ég minntist á lestur síðast en hef svo sem ekki verið með neitt gullaldarefni í höndunum sem vert hefur verið að skrifa um. Þó má aðeins eyða orðum á Arf Nóbels eftir hina sænsku Lizu Marklund, hún var bara ágæt. Það er þó reyndar með ólíkindum hvað aðalpersónan, hún Annika Bengtzon, er látin ganga í gegnum. Hér er hún enn starfandi blaðamaður, gift og tveggja barna móðir, hjónabandið í rusli og hún að fara á taugum yfir ábyrgðinni sem fylgir því að eiga börn. Glæpakvenndi sögunnar brennir nýja húsið í úthverfinu ofan af henni og börnunum í sögulok. Hef á tilfinningunni að í næstu bók verði hún aftur flutt í miðbæinn.
Svo las ég Skipið eftir Stefán Mána. Ég varð fyrir vonbrigðum. Mér hefur fundist hann vera vaxandi höfundur - ekki það að Skipið sé illa skrifað, það er ekki málið. Ég átti bara ekki von á að Stefán Máni yrði Stephen King II
Bókin á náttborðinu er The Cold Moon eftir Jeffery Deaver, sú nýjasta í röðinni af sögunum um lögreglumanninn lamaða Lincoln Rhyme og hans fólk. Eitthvað af þessum sögum hafa verið kvikmyndaðar, margir kannast t.d við The Bone Collector þar sem hinn gullfallegi Denzel Washington leikur Rhyme. Ég skrifa meira um bókina þegar ég klára hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2007 | 22:50
Og Jógvan vann!
Ég má til með að segja: Sagði ég ekki?
Gleðilega páska!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 13:08
Blogghlé
Ég hef ákveðið að taka mér bloggfrí fram yfir páska.
Ástæða: andleysi og aumingjaskapur
Hafið það gott og njótið páskaeggjanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2007 | 22:25
Og það var rétt!
Spá mín fyrir kvöldið í kvöld reyndist rétt og því eru 50/50 líkur á að ég hafi líka rétt fyrir mér varðandi hin endanlegu úrslit að viku liðinni.
Palli gaf svolítið upp boltann fyrir þau úrslit með því að segja í kvöld að ef hann væri að bóka skemmtikraft fyrir árshátíð þá myndi hann velja Hara. Ef úrslitin væru ekki fyrirfram ákveðin myndi hann þá ekki tala um plötuútgáfu frekar en árshátíðaskemmtun fyrir sína keppendur? Ég hef ekkert fyrir mér í þessu en tilfinningin er sterk .. !
Sjáum til að viku liðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 22:09
Úrslitin að ráðast í x-faktor
Ég hef fylgst með keppninni af og til í vetur. Nú er komið að næst-síðustu kosningunni og ég ætla að leyfa mér að spá því að Guðbjörg fari heim í þetta sinn.
Ég ætla líka að leyfa mér að spá fyrir um úrslitin að viku liðinni, að það verði Jogvan sem vinnur - ekki spurning í mínum huga.
Guðbjörg er löngu búin að sýna að hún á framtíðina fyrir sér sem sömgkona - þegar hún verður stór.
Hara eru ekki voðalega góðar söngkonur en sviðsframkoman alveg frábær.
Færeyingurinn hefur allt sem þarf, fyrir utan að það er hefð fyrir því að strákarnir vinna svona keppnir. Ég held að það sé vegna þess að stelpur eru meirihluti kjósenda og þær eru gjöfulli á atkvæðin til stráka en stelpna. Þetta er bara svona. Gaman væri að einhver sálfræðingurinn útskýrði hvers vegna.
En nú stendur yfir endurflutningur frá keppni kvöldsins og ég ætla að vista þetta áður en úrslitin verða ljós svo eitthvað sé að marka þessa spá mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 14:18
Gott mál
Um daginn var það Sparisjóður Svarfdæla sem lýsti því yfir að hann myndi byggja menningarhús á Dalvík fyrir gróða undanfarinna ára. Og nú ætla tvær konur að gefa öðrum bæ á norðurlandi 25 metra langa sundlaug. Ég vona bara að fleiri bankastofnanir og efnaðir einstaklingar finni hjá sér hvöt til að bæta sitt nánasta umhverfi ef þeir geta. Um að gera fyrir þá sem eiga sand af peningum að gefa til samfélagsins, það er lengi hægt að finna eitthvað sem auðgar og gleður mannlífið allt í kring um landið.
![]() |
Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 15:57
Alþjóðlegur dagur leiklistarinnar er í dag
Af því tilefni skrifar alltaf einhver merkur leikhúsmaður pistil/hugvekju og er engin undantekning á því í dag. Það er þýski brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik sem skrifar pistil dagsins en hann er búsettur á Íslandi og eru mörgum verk hans af góðu kunn.
Pilstilinn má finna hér.
Leikhúsfólk á Íslandi, til hamingju með daginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 11:20
Reyklaus í mánuð!



Í gær náði ég þeim áfanga að hafa verið reyklaus í einn heilan mánuð! Ég klappa sjálfri mér á bakið og hrósa mér í hástert fyrir dugnaðinn. Samt er eitthvað skrítið við þetta, það getur ekki verið svona auðvelt að segja skilið við eiturpúkann sem setið hefur þrútinn af nikótíni á öxl minni í 39 ár. Það hlýtur að koma að einhverjum verulega erfiðum þröskuldi til að klifra yfir áður en langt um líður eða hvað?
Eina verulega erfiða stundin var þegar ég fór inn á hælið í Hveragerði og skellti á eftir mér. Það var ömurlega erfitt að yfirgefa bílinn, henda sígarettum og kveikjara og druslast inn með töskuna. Ég þurfti að rífast hástöfum við sjálfa mig í langan tíma áður en það tókst. En um leið og inn var komið var þetta bara ekkert mál. Og hefur varla verið síðan. Guð láti gott á vita.
Ég geri það að gamni mínu á morgnana að leggja bílnum á mínus 3. hæð í bílastæðahúsinu við hliðina á vinnunni minni og hlaupa upp stigana, alla leið upp á plús aðra hæð og finna hvernig þolið eykst dag frá degi.
Og það yljar óneitanlega að kíkja í heimabankann og sjá sparnaðarreikninginn sem kominn er í 36.000 kr. eftir þennan eina mánuð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2007 | 11:33
Skyldur hjónabandsins
Systir mín segir að þessi brandari sé í gangi í henni Ameríku þessa dagana:
Þrír nýgiftir menn sátu og ræddu hvernig konunum þeirra gengi að aðlagast skyldum sínum í hjónabandinu.
Sá fyrsti giftist konu frá Colorado. Hann sagði henni að hún ætti að sjá um uppþvottinn og þrifin á heimilinu. Það tók tvo daga að síast inn hjá nýju konunni en á þriðja degi kom maðurinn heim, og sjá: húsið var hreint og allt uppvaskað.
Annar maðurinn giftist konu frá Nebraska. Hann hafði skipað henni að þrífa húsið, vaska upp og elda matinn. Fyrsta daginn sá hann engann árangur en strax á öðrum degi sá hann að hún var að ná þessu. Og á þriðja degi sá hann að húsið var hreint, allt leirtau uppvaskað og girnilegur kvöldverður beið hans á eldhúsborðinu.
Sá þriðji giftist konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hún ætti að halda húsinu hreinu, vaska upp, slá blettinn, þvo þvottinn og bera fram heitan mat í hvert mál. Fyrsta daginn sá hann ekki neitt, annan daginnn sá hann ekki neitt en á þriðja degi fór bólgan aðeins að minnka svo rifaði í vinstra augað, nóg til þess að hann gat fengið sér lítilræði að borða og sett í uppþvottavélina
Góða helgi, þið sem lítið hér við!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)